þriðjudagur, febrúar 28, 2006

 

Bolludagur

Bolludagurinn í gær var bara alveg ágætur. Held samt að ég geti ekki hugsað mér að borða rjómabollur fyrr en eftir ár að minnsta kosti. Frumburðurinn kom í kaffi og fékk fáeinar en annars sátum við hjónin ein að kræsingunum og satt að segja hafði ég fengið meira en nóg í gærkvöldi. Saltkjöt og baunir verða ekki á boðstólum hér fyrr en annað kvöld, ég er á kóræfingu frá klukkan hálfsex til átta og hvern langar að borða saltkjöt og baunir þegar langt er liðið á kvöld? Við höfum þess vegna dagaskipti við Drottin, eins og móðir mín sagði ef hún af einhverjum ástæðum var með sunnudagamat á virkum degi eða hversdagsmat á sunnudegi. Það er kannski ekki við hæfi að byrja páskaföstuna á að troða sig út en ég held samt að okkur fyrirgefist það alveg.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?