laugardagur, febrúar 25, 2006

 

Ædol

Það er magnað að loksins þegar litlu ædolin fengu að syngja á ástkæra ylhýra málinu kunnu þau ekki ljóðin. Enda sögðu þau öll að það væri miklu erfiðara að syngja á íslensku en ensku. En íslensku þjóðinni til hróss enduðu þau þrjú sem klúðruðu textunum í neðstu sætunum. Og þegar strákanginn söng Þrek og tár í lok þáttarins var beinlínis átakanlegt hvernig hann fór með þetta fallega ljóð. Stundum er ekki nóg að hafa bara útlit og rödd, það þarf líka að vera eitthvað á milli eyrnanna á fólki.
Það var ekki fleira í bili. Takk

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?