föstudagur, mars 03, 2006

 

Ekkert að frétta

Á endanum fór ég ekki í óperuna. Einhvern veginn hafði ég á tilfinningunni að ég ætti ekki að fara og það varð raunin. Ég var að bíða eftir þætti sem er á dagskrá á miðvikudaginn í næstu viku og fékk hann loksins seint í gær. Hef setið við í dag og var að klára þýðinguna og lesa hana yfir, ég sé alltaf einhverjar smávillur sem þarf að leiðrétta áður en ég sendi efnið frá mér. Og svo finna prófarkalesararnir stundum ýmislegt sem mér hefur yfirsést, en sem betur fer er það frekar sjaldan. Ef ég hefði verið búin að ákveða óperuferð með partí á undan hefði það stressað mig upp úr öllu valdi svo nú er bara ágætt að eiga rólegt kvöld heima. Ég læt kannski verða af því að sjá Öskubusku þó að ég fari ekki með kórnum.
En ég var að horfa á NFS áðan og þar var einhver náungi að sýna Svanhildi og Helga Seljan snyrtivörur - nýju litina fyrir vorið og sumarið. Það sem pirraði mig alveg ósegjanlega mikið var að maðurinn talaði og talaði um liti, var að sýna þeim augnskugga, varaliti, púður og svoleiðis en það sem hann var að sýna sást aldrei í mynd, bara náunginn sjálfur að mala. Ég skildi ekki alveg tilganginn með þessu - ef þetta átti að auglýsa vöruna misheppnaðist það algerlega þar sem hún sást aldrei. Greinilega eintómir karlmenn á kamerunum þarna. Og ég varð déskoti ergileg af því samkvæmt masinu var þetta eitthvað rosalega spennandi.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?