föstudagur, mars 31, 2006

 

Og það varð stóll!

Loksins er kominn hægindastóll fyrir frúna meðal húsgagnanna á heimilinu. Nú trónir þessi gæðagripur yfirlætislega í stofunni innan um slitin og lúin starfsystkini sín. Þegar hann var kominn á sinn stað varð ég allt í einu svolítið efins, fannst að hann væri allt of fyrirferðarmikill, en svona stæðileg kona eins og ég getur auðvitað ekki setið á einhverju hænsnapriki. Ég hlakka til að kúra í honum á eftir þegar ég horfi á The Antic Road Show. Annars á ég eftir að finna honum endanlegan samastað - verður það við sjónvarpið eða þar sem ég get haft leslampann við hann? Helst vil ég bara rúlla honum á milli, en þá hefði ég auðvitað átt að fá mér hjólastól - þ.e. stól með hjólum undir.
Það var ekki fleira að sinni - eigið góða helgi og gangið hægt um gleðinnar dyr!

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?