laugardagur, mars 04, 2006

 

Til varnar raunveruleikasjónvarpi

Ég var að fletta Blaðinu áðan, sem ég geri reyndar sjaldan, og rak þá augun í pistil þar sem Kolbrún Bergþórsdóttir er að fjargviðrast út í raunveruleikasjónvarp. Hún hafði sem sagt verið að horfa á þátt á RUV þar sem ungir fatahönnuðir voru að keppa og stórhneykslast á því að sjónvarp allra landsmanna sýni þvílíka lágkúru. Kolbrún segir þetta í fyrsta skipti sem RUV sýni raunveruleikaþátt og slíkt sé fyrir neðan virðingu ríkissjónvarpsins. En ég bara spyr, er ekki einn vinsælasti dagskrárliðurinn hjá RUV, Gettu betur, einmitt raunveruleikaþáttur? Eru þar ekki ungmenni að keppa í beinni útsendingu í því sem þau eru snjöllust í? Er svona miklu merkilegra að keppa í bókviti en verkviti og sköpun? Eða felst lágkúran ef til vill í því að ekki var um íslenskan þátt að ræða? Svari nú hver sem vill.
Ég sá reyndar líka hluta af þessum umrædda þætti og fannst hreint frábært hvað sumt af þessu unga fólki var dásamlega frumlegt.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?