laugardagur, apríl 08, 2006

 

Draumur á Jónsmessunótt

Það er undarlegt en satt að karlpeningurinn í þessari fjölskyldu virðist allur gripinn leiklistarbakteríunni. Í gær bauð Númi okkur á skólasýningu Waldorfskólans í Lækjarbotnum á verki Shakespeares, Draumur á Jónsmessunótt. Það er í sjálfu sér pínulítið kraftaverk að krakkarnir í þessum pínulitla skóla uppi í heiði geti flutt verk Shakespeares með slíkum glans. Þau fluttu textann býsna vel - og það sem meira er, þau virtust skilja hvað þau voru að segja. Það þarf auðvitað ekki að fjölyrða neitt um það að Númi brilleraði í hlutverki Óberons álfakonungs, og sömuleiðis í smáhlutverki sem einn leikarinn í leikritinu í leikritinu. Húrra krakkar, haldið svona áfram!

Nú er það bara Valtýr Kári sem á eftir að stíga á fjalirnar - en hann er auðvitað búinn að sýna Tae Kwon Do fyrir forsetann.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?