laugardagur, apríl 01, 2006

 

Ferðahugur í minni

Það er ferðahugur í minni þessa dagana. Fyrir hádegi á fimmtudaginn bókuðum við Ella okkur með fyrsta fluginu til Billund, 27. maí, og ætlum að dvelja með Vallý í viku í sumarbústað á Jótlandi. Vallý er búin að finna bústað einhvers staðar rétt hjá Graasten - það er sem sagt aldrei að vita nema við fáum að berja einhverja úr kongefamilien augum. Ætti maður annars ekki frekar að segja dronningefamilien? Og ef við verðum nálægt Graasten er ekki nema smáspölur yfir landamærin til Þýskalands svo kannski bregðum við okkur þangað einhvern daginn. Og eftir hádegi sama dag, á fimmtudaginn, dreif ég í að staðfesta Ítalíuferðina hjá Úrval-Útsýn. Ég er farin að hlakka til sumarsins en miðað við þessi ferðalög er ekki víst að ég finni tíma til að fara á Strandirnar sem eru þó efst á óskalistanum yfir innanlandsferðir. En við förum allavega í sæludvöl á Búðum eins og við erum svo heppin að hafa getað gert tvö undanfarin ár. Það er gott að eiga góða að!

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?