sunnudagur, maí 21, 2006

 

Fjögur brúðkaup og jarðarför

Nei, ekki aldeilis. Tvær jarðarfarir og Júróvísjón. Mér finnst fullmikið að fara í tvær jarðarfarir í sömu vikunni, en svona er nú lífið - eða dauðinn öllu heldur. En hvort tveggja var þetta fullorðið fólk og bæði illa farin af slæmum sjúkdómum. En vonandi verður ekki meira um jarðarfarir í fjölskyldunni og vinahópnum á næstunni. Og hvað Júróvísjón varðar valdi ég frekar að sjá og heyra Miriam Makeba á Listahátíð en að fylgjast með Júróvísjón í sjónvarpinu. Eiginmaðurinn horfði ekki heldur og vissi ekkert hvaða þjóð hafði sigrað þegar ég kom heim og spurði. Gátan leystist þó þegar farið var að halla í miðnætti og síminn hringdi óvænt. Skemmtilega frændfólkið var uppi í Munaðarnesi og búið að fá sér nokkur tár í annan fótinn þegar það mátti til með að heyra aðeins í Siggu frænku. Það gat svo upplýst mig um að Lordi hefði sigrað, sem ég reyndar trúði ekki í fyrstu, en þegar tekist hafði að sannfæra mig munaði engu að ég stigi villtan dans um íbúðina, en gat stillt mig sakir minnar meðfæddu háttprýði. Atkvæði okkar féllu svo 2:1 um að Sylvía Nótt er þvottekta international superstar - henni í vil að sjálfsögðu! Getur ekki komið fyrir alla að fara aðeins yfir strikið - við sjáum nú bara Eyþór Arnalds.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?