föstudagur, maí 26, 2006

 

Á morgun

Það er kominn verulegur ferðahugur í mína. Á morgun leggjum við Ella í hann til Danaveldis þar sem við munum dvelja ásamt Vallý, hinni frábæru vinkonu okkar, í einhverjum meiri háttar sumarbústað á suðaustur Jótlandi. Það verður ekki leiðinlegt.
Nýjustu fréttir af jósku veðri er að það sé svona og svona, sólarglæta á milli skúra, 10 - 15 stiga hiti en "doldið" rok. Myndi maður ekki bara kalla þetta ásættanlegt hér á Fróni? Þá er bara að pakka niður einhverju hlýju og muna eftir góða skapinu. (Eins og það sé nokkur hætta á að það gleymist? Held nú síður.) En ég mun sem sagt ekki blogga meira fyrr en ég kem heim aftur - nema ég rekist einhvers staðar inn á netkaffi sem ég tel allsendis óvíst.
Ég tek það fram að ég ætla að kjósa áður en ég fer og væntanlega fara í sund. Sundlaugin hér á Seltjarnarnesi var nefnilega opnuð í dag eftir gagngerar breytingar, korteri fyrir kosningar - eða eiginlega bara fimm mínútum fyrir þær. Það er varla hægt annað en að brosa, en mikið hefur maður nú saknað hennar í þessa tæpu 7 mánuði þótt Kópavogslaugin gamla sé svo sem ágæt. Við hjónin bleyttum í okkur áðan. Það var ósköp indælt en bara þvílíkt mikið af krökkum að það lítið hægt að synda. Ýmsilegt er eftir að fínpússa og gufubaðið á bakkanum ekki opið, en ég hafði hlakkað mikið til að fara í það eftir að skoða herlegheitin í gær.
Annars er það ekki meira að sinni. Góðar stundir þar til næst!

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?