fimmtudagur, maí 18, 2006
Sylvía sigurvegari
Mikið vona ég að Sylvía Nótt missi ekki móðinn þrátt fyrir hrakfarir í undankeppninni. Hún er jú, auðvitað, hinn eini, sanni sigurvegari þrátt fyrir allt, alltaf sjálfri sér samkvæm og alger glamúrgella! En auðvitað er fólk sem tekur svona keppni alvarlega eins og Biblíuna (eða Kóraninn eða eitthvað) svo hrikalega húmorslaust lið að það fattar vitaskuld ekki djókið. Enda hef ég svo sem rekið mig á ófáa samlanda, sem ekki hafa enn fattað það! "Ó, Guð! Það er til háborinnar skammar að senda þetta í Júróvísjón!" Ekki meira um það að sinni. Ég er bara ánægð með að Lordi komst áfram og sömuleiðis lagið frá Bosníu - sem mér fannst það besta.
Góðar stundir.
Góðar stundir.