miðvikudagur, júlí 05, 2006

 

Stríðsglæpamaðurinn

Ekki skil ég hvað rekur menn til að bjóða Bush gamla hingað í lax. Þetta er ekkert annað en gamall stríðsglæpamaður sem gengur fyrir olíu og peningum. Og svo býður minn gamli flokksbróðir og lærifaðir, forseti Íslands, honum heim með viðhöfn - og gefur honum veiðistöng og sérhannaða flugu. Ja, svei, Ólafur Ragnar, þú færð mínus í kladdann hjá mér fyrir þetta! Annars var þrælskemmtilegt að lesa lýsingu Steingríms Hermannssonar á því þegar hann bauð Bush í Þverá um árið og sá gamli þóttist þaulreyndur laxveiðimaður en svo kom í ljós að hann hafði aldrei rennt fyrir lax áður. Og það er athyglisvert að vita að Steingrímur var látinn hafa sætaskipti við karlinn þegar þeir áttu fund saman. Það þótti víst einhver hætta á að Bush kynni að verða skotinn - en auðvitað allt í lagi þótt Steingrímur yrði lagður að velli!
Amen og hallelúja!

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?