mánudagur, júlí 10, 2006

 

Til hamingju Ítalía!

Ég hef ekki orðið svona spennt yfir knattspyrnuleik síðan ég var innan við tvítugt, sat límd við tækið og engdist og emjaði. Og auðvitað hélt ég með Ítölum sem verðskulduðu sigurinn svo sannarlega. Ekki síst eftir skandalinn hjá Zidane. Samt synd að hann skuli enda knattspyrnuferilinn með því að láta skapið hlaupa svona hrapalega með sig í gönur. Auðvitað var hinn búinn að spæla hann eitthvað en mér er sama. Aftur á móti fannst mér Buffon markvörður vera maður leiksins - var reyndar að vona að hann verði eins og eitt víti, það hefði verið skemmtilegra að vinna þannig heldur en vegna þess að Frakkinn klúðraði skotinu. En engu að síður er ég ánægð með mína menn!

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?