mánudagur, ágúst 21, 2006

 

Menningarnótt

Ekki gerðum við hjónakornin neitt merkilegt á menningarnótt - eða öllu heldur menningardag. Dvöldum reyndar drjúga stund hjá Sævari Karli í Bankastrætinu og hittum mann og annan - og konur. Áttum svo eftir að fara í helgarinnkaupin og komum heim seint og um síðir en þá þurfti ég að setjast við tölvuna og vinna. Ekki vannst tími til að fara að sjá sonarsoninn í siglingakeppninni en við fengum SMS um úrslitin og hittum svo drenginn í gærmorgun áður en hann fór til síns heima. Mér heyrðist vinurinn ekkert sérlega ánægður með frammistöðuna en finnst hann samt alveg mega vel við una, gengur bara betur næst - eða þannig. Það er Akureyrarkeppni um næstu helgi og hann mætir að sjálfsögðu galvaskur í hana.
Og svo hrannast að mér verkefnin, ég þarf víst ekki að sitja með hendur í skauti á næstunni, hræddust er ég bara um að við komumst ekki í haustfrí eins og við höfum hugsað okkur. Ég gæti reyndar unnið fram í tímann til að sleppa burt en ég er hrædd um að eiginmaðurinn eigi ekki eins gott með það.
En það kemur bara í ljós - óþarfi að hafa áhyggjur af því strax.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?