fimmtudagur, ágúst 24, 2006

 

Öskureið

Um síðustu helgi, þ.e. föstudag og laugardag, fór fram landsmót í siglingum hérna á Nauthólsvíkinni. Ekki hef ég orðið vör við að fjallað væri um mótið í neinum íþróttakálfanna sem fylgja dagblöðunum né heldur í íþróttafréttum sjónvarpsstöðvanna. Er ástandið virkilega þannig að ekkert sé íþrótt ef bolti kemur ekki við sögu? Þarna var fjöldi unglinga sem hefur æft kappsamlega á heimaslóðum og leggur á sig ferð hingað til að taka þátt í landsmóti og svo eru það bara nánustu ættingjar og vinir sem vita af því og vita hvaða afrek þetta unga fólk var að vinna. Ég verð að segja að ég er öskureið fyrir þeirra hönd sem tóku þátt í mótinu og er alvarlega að spá í að hafa samband við íþróttafréttamenn á dagblöðum og sjónvarpi og hundskammast - eða allavega að vanda um við þá.
Hvað finnst ykkur hinum?

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?