mánudagur, ágúst 28, 2006

 

Sunnudagskaffi

Í gær fórum við í sunnudagskaffi til frumburðarins og hans heittelskuðu í nýju íbúðina. Ég skil vel að þau séu ánægð því íbúðin er eins og sniðin fyrir þau og það er orðið ósköp heimilislegt hjá þeim. Og það er ekki verra að hún skuli vera í 107 - krakkarnir þurfa ekki að fara úr hverfinu. Ísold mun vera hin ánægðasta í FÁ. Það er alltaf erfitt að byrja í framhaldsskóla, ég tala nú ekki um að fara úr bekkjarkerfi yfir í áfangakerfi. Annars mæli ég með áfangakerfi, þar er hægt að taka fögin á réttum hraða fyrir hvern og einn og bæta við einum og einum skemmtilegum áfanga til að það sé ekki eintómt stagl á ferðinni. Vona bara að ánægjan haldist áfram. Reyndar voru krakkarnir hjá mömmu sinni svo við hittum þau ekki en skv. föðurnum er allt í lukkunnar velstandi hjá þeim að venju.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?