föstudagur, september 08, 2006

 

Bananalýðveldi

Ætli það sé ekki einsdæmi í Vestur-Evrópu að ráðherra svari spurningu fréttamanns: "Ég hvorki játa því né neita." Og það var ekki verið að spyrja að einhverju saklausu heldur hvort það væri tilfellið að ómerktar flugvélar fljúgi eftirlitslaust um íslenska lofthelgi. Ég held að Lómatjarnarfrúin þurfi aðeins að fara að athuga sinn gang, ég hef heldur aldrei náð upp í að hún skuli hafa verið gerð að utanríkisráðherra. Ég hef í lengstu lög reynt að mótmæla að við búum í bananalýðveldi, en svei mér þá ef ég er ekki farin að hallast að því og held jafnvel að yfirstjórn landsins sé skipuð öpunum sem bananana éta. Og þar hafið þið það!

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?