miðvikudagur, september 06, 2006

 

Bjólfskviða

Við hjónakornin brugðum okkur í Háskólabíó áðan og sáum Bjólfskviðu. Það verður að segjast að þrátt fyrir að eitt og annað virkaði hjákátlega á mig í byrjun gleymdi ég þessum agnúum fljótt og er bara hæstánægð með myndina í heild. Íslenska landslagið er auðvitað stórkostlegustu leiktjöld sem hægt er að hugsa sér og Ingvar E. Sigurðsson hreinlega fæddur í hlutverk Grendils hins ógurlega. Og tónlistin er hreint mögnuð, ég beið þess vegna eftir kreditlistanum til að sjá hver hefði samið hana og varð svo sem ekkert hissa þegar nafn Hilmars Arnar Hilmarssonar kom upp. Sem sagt, mun viturlegra að eyða tímanum í þetta heldur en að sitja heima og góna á einhverja endaleysu í sjónvarpinu.
Góðar stundir.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?