sunnudagur, september 17, 2006

 

Þegar amma var ung

Ég var að horfa á Loftleiðaævintýrið - sögu Loftleiða - í sjónvarpinu og verð nú bara að segja að ég fylltist stolti yfir að hafa fengið um tíma að taka þátt í þessu. Ekki svo að skilja að það hafi beinlínis verið neitt afrek, ég vann þarna bara á uppgangstímum. En mér fannst ég bara alveg hryllilegur forngripur þegar þættinum var lokið. Og svo fór ferlega í taugarnar á mér að heyra þulinn tala um Loftleiði, það var sko enginn leiði hjá Loftleiðum í gamla daga og mér þykir undarlegt að enginn hafi tekið eftir þessu í vinnslunni. Orðið beygist leiðir um leiðir frá leiðum til leiða. Og þar hafið þið það.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?