mánudagur, september 11, 2006

 

Tíund

Í dag fór ég með eiginmanninum í heimsókn á skrifstofu Tollstjóra. Á meðan hann sinnti erindum sínum fór ég að blaða í tímariti sem gefið er út af embætti tollstjóra og heitir því skemmtilega nafni Tíund. En gamanið tók að kárna þegar ég fór að lesa grein um skattamál í Rúmeníu þar sem í greininni virtust flest öll nafnorð vera höfð í fleirtölu. Það þurfti sem sagt að gefa þóknanir upp til skatts samkvæmt ákveðnum reglum og rekstrartöp mátti færa á milli ára, en svo voru frádrættir háðir enn öðrum reglum. Það sem mér þótti samt undarlegast var að það var ekki talað um rekstrarhagnaði sem mér hefði þó fundist eðlilegt miðað við rekstrartöpin.
Hvað er eiginlega að fólki að setja svona nokkuð á prent? Ég bara spyr.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?