miðvikudagur, nóvember 15, 2006

 

Annríki og kuldaboli

Mikið hroðalega er kalt þegar það er 8 stiga frost og rok. Núna finnst mér gott að geta haft vinnuna heima. Og ég vinn og vinn, en nú fer þessari lotu senn að ljúka enda eins gott. Vöðvabólgan er að angra mig illilega, í fyrradag var ég bara með hálsríg, í gær var ég með hálsríg sem náði niður í herðablað og nú er ég með hálsríg sem nær niður í síðu. En hvað um það, ég er farin að sjá fyrir endann á verkefnunum og desember ætti að vera nokkuð skaplegur hjá mér svo kannski tek ég þá bloggið mitt til endurskoðunar, set inn fleiri tenga og hressi upp á útlitið. Best að sjá til hvað ég verð dugleg við það, allavega ætla ég ekki að eyða miklum tíma í kökubakstur enda allt útlit fyrir að við hjónin verðum bara tvö ein yfir hátíðarnar. Æfingar fyrir jólatónleikana eru á fullu og nú fara aukaæfingar að bætast við, sú fyrsta á laugardagsmorguninn og önnur á mánudagskvöldið. Tónleikarnir verða auðvitað stórglæsilegir eins og alltaf, með öllum kórunum sem gera hátt í 200 konur frá 5 ára aldri og upp úr og Hanna Björk frábær einsöngvari. Ég hvet alla til að mæta í Hallgrímskirkju 12. eða 13. des. og komast í jólaskap!

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?