þriðjudagur, desember 12, 2006

 

Að fyrri tónleikum loknum

Fyrri tónleikarnir okkar voru í Hallgrímskirkju í kvöld. Það verður að segjast hreinskilnislega að við höfum staðið okkur betur, ég er hrædd um að gagnrýnandi Moggans verði ekki eins hrifinn af okkur núna og í fyrra. Og ég þoli ekki þegar konur segja svo á eftir: "Var þetta ekki bara í lagi? Við megum nú ekki vera of krítískar." Eigum við ekki einmitt að vera krítískar sjálfar? Mér finnst allavega ekki markmið í sjálfu sér að standa uppi á palli og syngja la, la, la, heldur að standa uppi á palli og syngja vel og koma einhverju til skila til tónleikagestanna. Við heyrum svo á morgun hvað Magga segir um frammistöðuna, en sjálfri finnst mér við oft hafa verið betri. Reyndar var efnisskráin nokkuð erfið en það er engin afsökun, við eigum að vera búnar að æfa þetta nóg. En ég er hins vegar viss um að tónleikarnir annað kvöld verða betri, það er yfirleitt þannig svo að ef einhver les þetta sem ætlar sér að koma á seinni tónleikana get ég fullvissað viðkomandi um að það verður peninganna virði.
Segi frá þeim tónleikum næst. Góðar stundir.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?