fimmtudagur, desember 14, 2006

 

Oslo Gospelkor

Í gærmorgun ákvað ég að drífa mig á tónleikana sem Oslo Gospelkor heldur í Grafarvogskirkju á laugardaginn og fór á netið og keypti einn miða klukkan 18.00. (Ég var ekkert að reyna að draga eiginmanninn eða neinn með mér). En svo í gærkvöldi þegar ég kom heim úr partýinu sem var að loknum tónleikunum okkar biðu mín skilaboð frá góðvini okkar hjónanna þar sem hann var að bjóða mér á þessa sömu tónleika með norska kórnum - og í ofanálag í móttöku hjá norska sendiherranum annað kvöld. En vandamálið er að ég sit uppi með fjandans miðann sem ég var búin að kaupa því hann fæst ekki endurgreiddur. Ef einhver hefur áhuga á einum miða á þessa tónleika er ég opin fyrir tilboðum, miðafjandinn kostaði mig kr. 5.200 en ég er auðvitað tilbúin að láta hann fyrir minna. En auðvitað uppsprengt verð ef uppselt verður! Lysthafendur geta kommentað á síðuna hjá mér eða hringt í síma 867-9626.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?