fimmtudagur, desember 14, 2006
Seinni tónleikarnir...
...voru frábærir! Við vorum upp á okkar besta og ég held að gestirnir hafi fundið það. Ave Marían okkar leið af vörum okkar tandurhrein og létt. Verst að Moggarýnirinn skyldi mæta á þá fyrri, en reyndar sögðu sumar kórsystur mínar að hann hefði klappað eins og hann ætti lífið að leysa, en aðrar sögðu að hann hefði verið þungur á brún. Ég get ekki látið neitt álit í ljós þar sem ég kom aldrei auga á hann.