miðvikudagur, mars 07, 2007

 

Aumingjagæska

Finnst engum nema mér eðlilegt að maður sem ræðst á annan mann með hafnaboltakylfu og skilur hann eftir í blóði sínu sé dæmdur í fangelsisvist með hámarks öryggisgæslu? Auðvitað er eðlilegt að foreldra taki sárt að sjá á eftir barninu sínu í 20 ára fangelsi , en verða ekki allir að taka afleiðingum gerða sinna? "Erfitt að vita hann lokaðan inni með morðingjum og ofbeldismönnum," sagði faðirinn, en hvað var afbrotið annað en ofbeldisverk og morðtilraun? Ekki var það piltinum að þakka að fórnarlambið skyldi ekki deyja. En, jú, reyndar var þetta fyrsta brot svo kannski hefði dómurinn átt að vera mildari. hvað veit ég?
En líklega er ég bara svona vond manneskja.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?