fimmtudagur, apríl 12, 2007

 

Páskahátíðin að baki

Þá er páskahátíðin að baki. Við höfðum það næstum því of gott á Akureyri hjá yngri syninum og fjölskyldu. Veðrið var líka hreint himneskt - svolítið kalt samt - og við fórum oft í gönguferð, stundum lengri en til stóð í fyrstu. Og við þræddum líka galleríin í listagilinu og fórum í leikhús.
En svo var líka ágætt að koma heim og hefja hversdagsleikann aftur eftir alla afslöppunina.
Það lítur út fyrir að við hjónin verðum mikið á ferðinni í sumar, nánast aldrei heima. Nema kannski í maí - en varla bæði samt. Líklega förum við austur á Hérað daginn eftir að ég kem frá Danaveldi - ég var örugglega búin að blogga um sumarbústaðinn í Norður-Sjálandi - og verðum þar í viku. Ég hreinlega man ekki hvenær ég fór síðast í frí í tvær vikur samfleytt svo það er eins gott að vinna nóg fram að þeim tíma. Júlí fer í að hendast hitt og þetta og svo er það Kanadaferðin í ágúst. Það er bara vonandi að sumarið verði þokkalega gott hérlendis sem erlendis!
Ég held að ég segi ekkert um pólitíkina núna - þá fer ég bara að æsa mig.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?