laugardagur, maí 12, 2007

 

Meira af kosningum

Það undarlega gerðist að ég varð andvaka tvær nætur í röð út af kosningunum. Mér finnst nefnilega ábyrgðarhluti að neyta atkvæðisréttarins og fram að þessu hef ég alltaf getað ákveðið af sannfæringu hvaða flokki ég fylgi að málum, en nú er svo komið að enginn af þeim kostum sem í boði eru hugnast mér fullkomlega. Þar til í miðri vikunni var ég því ákveðin að mæta á kjörstað og skila auðu. En svo komu andvökunæturnar og ég fylltist kvíða - væri ég með því að hjálpa þessari grábölvuðu ríkisstjórn að halda völdum? Það er því helvíti skítt að þurfa að velja illskársta kostinn eins og ég neyðist til að gera. Af þeim sökum verður krossinn minn miklu fremur gegn ríkisstjórninni en stuðningur við ákveðinn flokk.
Ég vildi bara koma þessu á framfæri.
Lifið heil og verið stillt í kvöld hver sem úrslitin verða.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?