föstudagur, maí 25, 2007

 

Stefnt skal að og áhersla lögð á...

Það væri gaman að sjá einhvern tíma málefnasamning sem í stæði: "Við munum tryggja elli- og örorkulífeyrisþegum mannsæmandi lífeyri þannig að þeim sé ekki ofviða að fara í leikhús eða sækja tónleika eða jafnvel að borða á veitingahúsi stöku sinnum, við munum tryggja að allir hafi sama rétt til náms við sitt hæfi, óháð búsetu og efnahag, við munum tryggja öllum fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu, þ.m.t. tannlækningum, fyrir verð sem engum er ofviða þótt viðkomandi þurfi aðeins að lifa á ellilífeyri eða tryggingabótum og við munum ekki láta nauðga landinu okkar".
Hefur nokkur heyrt um neikvæðan stjórnarsáttmála? Það er ekki spurning um hvað stendur á blaðinu heldur hverjar efndirnar verða.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?