mánudagur, ágúst 20, 2007
Heim í heiðardalinn - eða þannig
Það er vika síðan við komum heim úr velheppnaðri Kanadaferð og allt búið að vera á fullu. Það tók nokkra daga að jafna sig á tímamismuninum - alltaf miklu verra að ná úr sér þotuþreytunni þegar flogið er á móti sólarupprásinni. En ég var víst búin að lofa ferðasögu, reyndar ætlaði ég að skrifa dagbók í ferðinni en í fyrsta lagi gleymdi ég að hafa með mér bók til að skrifa í og þar að auki hefði aldrei verið tími til þess, svo ég reyni bara að rifja þetta upp eftir minni. Verst að þegar maður er orðinn svona gamall fer allt að renna saman í hausnum á manni, en hér kemur þetta sem sagt.
Dagur 1:
Flogið frá Keflavík klukkan hálffimm og lent í Minneapolis klukkan hálfsex að staðartíma. Þegar við höfðum öll náð í farangurinn var beðið eftir rútu sem kom síðan kyrfilega merkt Bændaferðir - Raud. Það voru sem sagt við. Síðan var ekið áleiðis til Fargo og stansað á skemmtilegum veitingastað sem Jerry, bílstjórinn okkar, vissi af, þar sem boðið var upp á hlaðborð. Og það hlaðborð olli engum vonbrigðum, enda hefðum við mátt vita að samkvæmt vaxtarlagi Jerrys vissi hann um góða veitingastaði. Þegar allir voru mettir var aftur lagt af stað og nú var ekið í einum áfanga til Fargo. Flest sofnuðum við í rútunni hvert á annars öxl og vorum ansi framlág þegar við komum á hótelið undir miðnætti eða um fimmleytið að morgni að íslenskum tíma. Það var ákaflega gott að leggjast í unaðslegt amerísk rúm og steinsofna.
Rauðhyltingar sváfu saman,
sumum fannst það nokkuð gaman,
öðrum þótti ekki flott.
Til Fargo komu fjarska þreyttir,
ferðalúnir, talsvert sveittir
þá að hátta þótti gott.
Dagur 2:
Lagt af stað frá Fargo um tíuleytið að morgni og ekið norður sléttuna. Við stönsuðum við rústirnar af Þingvallakirkju, sem brann fyrir nokkrum árum, og átti forsætisráðherra vor að afhjúpa minnismerki þar annað hvort þetta sama kvöld eða kvöldið eftir. Við skoðuðum minnismerki um Káinn sem ég hélt fyrir misskilning að væri legsteinninn hans og vökvaði jörðina í kring því aðeins með koníaki. Þegar ég svo fór að skoða kirkjugarðinn gekk ég auðvitað fram á rétta legsteininn og gaf jörðinni þar væna koníaksslettu. Ekki hægt annað en að einhver úr hópnum vökvaði blessaðan karlinn. Við stönsuðum á ferlega skrýtnu veitingahúsi til að borða hádegisverð sem tók þvílíkan óratíma að afgreiða. Svo sem ekkert undarlegt þegar 38 manns mæta og allir panta fyrir sig. Svo var haldið áfram að aka eftir sléttunni, ég get svo svarið að þótt maður sofnaði eða læsi bók í klukkutíma og liti svo út um bílrúðuna hafði landslagið ekkert breyst. Akrar og endalausir akrar. En við komumst klakklaust til Winnipeg um sexleytið og mættum auðvitað beint á barinn þar sem hluti frændfólksins beið okkar. Það var spjallað saman og svo enduðum við á því að borða öll saman á stað sem var í göngufæri frá hótelinu og hét því skemmtilega nafni Pasta la Vista. Fórum frekar þreytt í háttinn annað kvöldið í röð.
Dagur 3:
Dagurinn hófst með skoðunarferð um Winnipeg sem átti að taka tvo tíma en reyndist taka fjóra eða fimm. Ég verð að segja að mér fannst Winnipeg frekar ljót borg, ekki mikið um fallegar byggingar, hvergi blóm að sjá en hins vegar talsvert af trjám og talsvert mikið um opin svæði og almenningsgarða. Við fórum á stórkostlegt safn sem nú heitir Manitoba Museum en kallaðist víst áður Man and Nature Museum. Þetta er eitt það magnaðasta safn sem ég hef séð og hægt að eyða þar löngum tíma, enda fórum við hjónin þangað aftur nokkrum dögum seinna til að skoða betur það sem við höfðum ekki nægan tíma til að skoða í þetta sinn. Ferðin endaði svo á stað sem kallast The Forks og er á ármótum Rauðár og annarrar minni ár sem rennur í gegnum borgina - man ekki nafnið á henni í augnablikinu. The Forks er frábærlega skemmtilegur staður, þar voru útiveitingahús og markaður og litlar, sætar búðir. Og við vorum svo heppin að þarna stóð yfir indíánahátíð þar sem menning frumbyggjanna var í fyrirrúmi, sýning á handverki og dansað og sungið. Dansarnir voru stórkostlegir, trumbuslátturinn seiðandi og búningarnir stórkostlegir. Um kvöldið fórum við hjónin ásamt Indu, Möggu og Drífu og borðuðum aftur á Pasta la Vista og fengum þá dýrðlegustu steik sem við munum eftir að hafa smakkað. Það var ákveðið að minnast hennar með andtakt þegar megrunin tæki við þegar heim væri komið. Merkilegt að ég man ekkert hvar við borðuðum hádegisverð þennan dag, en Jerry hefur áreiðanlega fundið einhvern stað með hlaðborði.
Dagur 4:
Risið var snemma úr rekkju og auðvitað haldið beint út í rútu eftir morguverð. Nú var mannskapnum fyrirskipað að mæta í einkennisbúningi, bolnum góða, og að sjálfsögðu skoraðist enginn undan því. Ekið var áfram norður á bóginn, stansað þar sem fyrstu íslensku landnemarnir komu að strönd Winnipegvatns, í gegnum Gimli og áfram um Íslendingaslóðir til Riverton, þar sem við keyptum nesti, sem við borðuðum svo á Hekla Island, gullfallegum stað. Þar var verið að halda upp á Íslendingadaginn svo við sáum skemmtilega litla parade, það er varla hægt að kalla það skrúðgöngu þegar alls kyns farartæki eru með í för. Þegar líða tók á dag var ekið til baka því nú beið okkar garðveisla í Rauðholti á Gimli hjá Elaine. Og þar voru allir kanadísku ættingjarnir mættir, bráðskemmtilegt og að sjálfsögðu gullfallegt fólk eins og það á kyn til. Það þarf ekki að orðlengja það að allir sem biðu okkar þar voru sæmdir Rauðhyltingabolum sem vöktu mikla lukku. Bjarni fararstjóri hafði að sjálfsögðu fengið bol og við gáfum Jerry einn með þeim orðum að nú væri hann "officially one of the gang" enda var hann það svo sannarlega, blessaður karlinn. Og það var sungið og hlegið og borðað og drukkið og leikið sér fram eftir kvöldi. Allir tóku þátt í öllu, börn og gamalmenni léku sér saman.
Fjórða kvöldið í röð sofnaði ég dauðþreytt.
Nú finnst mér þetta vera orðin nógu löng færsla.
Meira seinna.
Dagur 1:
Flogið frá Keflavík klukkan hálffimm og lent í Minneapolis klukkan hálfsex að staðartíma. Þegar við höfðum öll náð í farangurinn var beðið eftir rútu sem kom síðan kyrfilega merkt Bændaferðir - Raud. Það voru sem sagt við. Síðan var ekið áleiðis til Fargo og stansað á skemmtilegum veitingastað sem Jerry, bílstjórinn okkar, vissi af, þar sem boðið var upp á hlaðborð. Og það hlaðborð olli engum vonbrigðum, enda hefðum við mátt vita að samkvæmt vaxtarlagi Jerrys vissi hann um góða veitingastaði. Þegar allir voru mettir var aftur lagt af stað og nú var ekið í einum áfanga til Fargo. Flest sofnuðum við í rútunni hvert á annars öxl og vorum ansi framlág þegar við komum á hótelið undir miðnætti eða um fimmleytið að morgni að íslenskum tíma. Það var ákaflega gott að leggjast í unaðslegt amerísk rúm og steinsofna.
Rauðhyltingar sváfu saman,
sumum fannst það nokkuð gaman,
öðrum þótti ekki flott.
Til Fargo komu fjarska þreyttir,
ferðalúnir, talsvert sveittir
þá að hátta þótti gott.
Dagur 2:
Lagt af stað frá Fargo um tíuleytið að morgni og ekið norður sléttuna. Við stönsuðum við rústirnar af Þingvallakirkju, sem brann fyrir nokkrum árum, og átti forsætisráðherra vor að afhjúpa minnismerki þar annað hvort þetta sama kvöld eða kvöldið eftir. Við skoðuðum minnismerki um Káinn sem ég hélt fyrir misskilning að væri legsteinninn hans og vökvaði jörðina í kring því aðeins með koníaki. Þegar ég svo fór að skoða kirkjugarðinn gekk ég auðvitað fram á rétta legsteininn og gaf jörðinni þar væna koníaksslettu. Ekki hægt annað en að einhver úr hópnum vökvaði blessaðan karlinn. Við stönsuðum á ferlega skrýtnu veitingahúsi til að borða hádegisverð sem tók þvílíkan óratíma að afgreiða. Svo sem ekkert undarlegt þegar 38 manns mæta og allir panta fyrir sig. Svo var haldið áfram að aka eftir sléttunni, ég get svo svarið að þótt maður sofnaði eða læsi bók í klukkutíma og liti svo út um bílrúðuna hafði landslagið ekkert breyst. Akrar og endalausir akrar. En við komumst klakklaust til Winnipeg um sexleytið og mættum auðvitað beint á barinn þar sem hluti frændfólksins beið okkar. Það var spjallað saman og svo enduðum við á því að borða öll saman á stað sem var í göngufæri frá hótelinu og hét því skemmtilega nafni Pasta la Vista. Fórum frekar þreytt í háttinn annað kvöldið í röð.
Dagur 3:
Dagurinn hófst með skoðunarferð um Winnipeg sem átti að taka tvo tíma en reyndist taka fjóra eða fimm. Ég verð að segja að mér fannst Winnipeg frekar ljót borg, ekki mikið um fallegar byggingar, hvergi blóm að sjá en hins vegar talsvert af trjám og talsvert mikið um opin svæði og almenningsgarða. Við fórum á stórkostlegt safn sem nú heitir Manitoba Museum en kallaðist víst áður Man and Nature Museum. Þetta er eitt það magnaðasta safn sem ég hef séð og hægt að eyða þar löngum tíma, enda fórum við hjónin þangað aftur nokkrum dögum seinna til að skoða betur það sem við höfðum ekki nægan tíma til að skoða í þetta sinn. Ferðin endaði svo á stað sem kallast The Forks og er á ármótum Rauðár og annarrar minni ár sem rennur í gegnum borgina - man ekki nafnið á henni í augnablikinu. The Forks er frábærlega skemmtilegur staður, þar voru útiveitingahús og markaður og litlar, sætar búðir. Og við vorum svo heppin að þarna stóð yfir indíánahátíð þar sem menning frumbyggjanna var í fyrirrúmi, sýning á handverki og dansað og sungið. Dansarnir voru stórkostlegir, trumbuslátturinn seiðandi og búningarnir stórkostlegir. Um kvöldið fórum við hjónin ásamt Indu, Möggu og Drífu og borðuðum aftur á Pasta la Vista og fengum þá dýrðlegustu steik sem við munum eftir að hafa smakkað. Það var ákveðið að minnast hennar með andtakt þegar megrunin tæki við þegar heim væri komið. Merkilegt að ég man ekkert hvar við borðuðum hádegisverð þennan dag, en Jerry hefur áreiðanlega fundið einhvern stað með hlaðborði.
Dagur 4:
Risið var snemma úr rekkju og auðvitað haldið beint út í rútu eftir morguverð. Nú var mannskapnum fyrirskipað að mæta í einkennisbúningi, bolnum góða, og að sjálfsögðu skoraðist enginn undan því. Ekið var áfram norður á bóginn, stansað þar sem fyrstu íslensku landnemarnir komu að strönd Winnipegvatns, í gegnum Gimli og áfram um Íslendingaslóðir til Riverton, þar sem við keyptum nesti, sem við borðuðum svo á Hekla Island, gullfallegum stað. Þar var verið að halda upp á Íslendingadaginn svo við sáum skemmtilega litla parade, það er varla hægt að kalla það skrúðgöngu þegar alls kyns farartæki eru með í för. Þegar líða tók á dag var ekið til baka því nú beið okkar garðveisla í Rauðholti á Gimli hjá Elaine. Og þar voru allir kanadísku ættingjarnir mættir, bráðskemmtilegt og að sjálfsögðu gullfallegt fólk eins og það á kyn til. Það þarf ekki að orðlengja það að allir sem biðu okkar þar voru sæmdir Rauðhyltingabolum sem vöktu mikla lukku. Bjarni fararstjóri hafði að sjálfsögðu fengið bol og við gáfum Jerry einn með þeim orðum að nú væri hann "officially one of the gang" enda var hann það svo sannarlega, blessaður karlinn. Og það var sungið og hlegið og borðað og drukkið og leikið sér fram eftir kvöldi. Allir tóku þátt í öllu, börn og gamalmenni léku sér saman.
Fjórða kvöldið í röð sofnaði ég dauðþreytt.
Nú finnst mér þetta vera orðin nógu löng færsla.
Meira seinna.