föstudagur, ágúst 24, 2007

 

Leiðrétting eða viðauki við síðari hluta

Allt í einu mundi ég hvar við borðuðum næst síðasta kvöldið í Winnipeg. Mike frændi vildi endilega drífa alla á skandinavískt kvöld í The Scandinavian Center. Það verður bara að segjast að þetta var þrælskemmtilegt kvöld - ég borðaði danskar fiskibollur með rauðkáli - og við skellihlógum að frjálslegri meðferð kanadískra Skandinava á norrænu goðafræðinni og svo tókum við hraustlega undir þegar sungið var Það gefur á bátinn við Grænland, en eitthvað held ég að þrumuguðinn Þór hafi misskilið textann því hann kynnti lagið sem drykkjuvísu! Þarna var sem sagt Hal frændi mættur með Vi, vinkonu sinni, og sonum sínum þeim Mike og Paul, stjúpsyninum David og fjölskyldum þeirra. Þeir hafa indíánablóð í æðum og bera það með sér, alveg gullfallegir og skemmtilegir ungir menn. Seinni kona Hals var af indíánaættum en hún dó fyrir nokkrum árum. Þetta minnti mig eiginlega mest á skemmtikvöld hjá ungmennafélaginu en ég held að allir í hópnum hafi skemmt sér hið besta.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?