laugardagur, október 06, 2007
Bakarí, orðrómar og tómleikatilfining
Í vikunni áttum við hjón leið um Kópavog og sem við vorum að aka einhverja götu þar hringdi gemsi eiginmannsins og þar sem hann er ekki með handfrjálsan búnað renndi hann inn í bílastæði fyrir framan bakarí eitt til að geta talað í símann. Ég sá um leið mikinn fjölda girnilegra brauða inn um gluggann og stökk út úr bílnum til að ná í ilmandi, nýbakað brauð. Ég hafði aldrei áður komið í þetta bakarí og þarna var úrval af brauðum og ég var ekki alveg viss um hvað ég ætti að velja. Sá mjög aðlaðandi graskersbrauð og spurði afgreiðslustúlkuna hvort það væru í því graskersfræ - það hefði líka getað verið niðurrifið grasker sbr. gulræturnar í gulrótarköku - en þá versnaði í því. Veslings stúlkan skildi ekki íslensku nógu vel. Auðvitað brá ég þá fyrir mig enskunni (Íslendingar halda að allir tali ensku) og spurði hvort það væri "pumpkinseed in the pumkinbread." En stúlkan skildi heldur ekki ensku og hljóp á bak við og náði í svuntuklæddan karlmann, líklega bakarann sjálfan, og hann gat svarað mér að það væru vissulega graskersfræ í brauðinu. Brauðið keypti ég síðan, brosti til stúlkunnar og sagði hátt og skýrt "takk fyrir" þegar ég kvaddi. Og bragðið samsvaraði útlitinu, brauðið var rosalega gott og það sem kom mest á óvart var verðið, stórt og mikið brauð á 190 krónur! Það sem ég vildi sagt hafa var að hefði nú bakarinn ekki verið við býst ég við að ég hefði bara bent á brauðið og keypt það. Eftir á datt mér í hug að það myndi auðvelda afgreiðslufólkinu ef það lægi frammi listi á afgreiðsluborðinu yfir innihald brauðanna svo sem vegna þeirra sem eru með ofnæmi, t.d. fyrir hnetum, eða fólk sem vill forðast sykurneyslu.
Og gott ef það var ekki þetta sama kvöld sem við sátum fyrir framan sjónvarpið þegar á einhverri stöðinni hófst þáttur sem heitir því þjóðlega nafni "Game TV". Líklega er allt of hallærislegt að kalla svona þátt einfaldlega Tölvuleiki eða Tölvuleikjaþáttinn. Þessum þætti stýra tveir drengir sem tala bæði hátt og hratt og hvor upp í annan - eða kannski er mitt gamla eyra orðið svona sljótt að geta ekki numið allan þennan hressleika á augabragði. En ég náði þó að annar talaði um að það væru uppi orðrómar um að eitthvað væri að fara að gerast - hvað það var er löngu horfið í gleymsku - og seinna varð öðrum að orði að margir fylltust tómleikatilfinninu við eittthvað, líklega þegar tilteknum leik væri lokið. Ég fæ alltaf gæsahúð þegar orðið tilfinning er hengt aftan í gott og gilt íslenskt orð eins og í þessu tilfelli tómleika. Svo talar fólk um öryggistilfinningu og gott ef ég heyrði ekki einhvern tíma orðið sorgartilfinning.
Hvernig er eiginlega móðurmálskennslu háttað í skólum núna? Eða kennslu í bókmenntum? Ég held að besta íslenskukennslan sem hægt sé að fá sé að lesa góðar bókmenntir.
Og gott ef það var ekki þetta sama kvöld sem við sátum fyrir framan sjónvarpið þegar á einhverri stöðinni hófst þáttur sem heitir því þjóðlega nafni "Game TV". Líklega er allt of hallærislegt að kalla svona þátt einfaldlega Tölvuleiki eða Tölvuleikjaþáttinn. Þessum þætti stýra tveir drengir sem tala bæði hátt og hratt og hvor upp í annan - eða kannski er mitt gamla eyra orðið svona sljótt að geta ekki numið allan þennan hressleika á augabragði. En ég náði þó að annar talaði um að það væru uppi orðrómar um að eitthvað væri að fara að gerast - hvað það var er löngu horfið í gleymsku - og seinna varð öðrum að orði að margir fylltust tómleikatilfinninu við eittthvað, líklega þegar tilteknum leik væri lokið. Ég fæ alltaf gæsahúð þegar orðið tilfinning er hengt aftan í gott og gilt íslenskt orð eins og í þessu tilfelli tómleika. Svo talar fólk um öryggistilfinningu og gott ef ég heyrði ekki einhvern tíma orðið sorgartilfinning.
Hvernig er eiginlega móðurmálskennslu háttað í skólum núna? Eða kennslu í bókmenntum? Ég held að besta íslenskukennslan sem hægt sé að fá sé að lesa góðar bókmenntir.