fimmtudagur, október 25, 2007

 

Hopp og hí og tralala

Það er víst alveg ljóst að það verður lítið lát á önnum okkar hér á Tjarnarbóli og hreint öruggt að fyrri hluti næsta árs verður ekki sérlega leiðinlegur. Einkar spennandi hlutir eru í vændum þótt ég segi ekki frá þeim alveg strax, en þeim fylgja annir og stúss og mikill söngur ásamt ferðalögum innanlands sem utan. En áður en allt það stúss tekur við ætlum við að bregða okkur til Tenerife í janúar til að stytta skammdegið aðeins og erum þegar búin að ganga frá ferðinni.
Mér skilst að fólk sé yfirleitt afskapalega ánægt með Tenerife svo það verður ekki leiðinlegt.
Og um helgina er ég að fara með BPW vinkonunum í haustferð austur í Ölfus. Við byrjum á Heilsuhæli NFLÍ í dekri og afslöppun og förum svo í bústaði skammt frá Hveragerði þar sem einhver dularfullur kokkur ætlar að elda handa okkur kvöldverð og síðan skemmtum við okkur við söng og gítarleik fram eftir kvöldi - eða jafnvel nóttu. Og ég ætla meira að segja að sleppa því að mæta "í beina" hjá Hemma Gunn á Bylgjunni á sunnudaginn til að geta skemmt mér án samviskubits. Magga vildi fá "þessar gömlu" og einhverjar ungar með sér í þáttinn til að plögga tónleikana okkar. Hausttónleikar Gospelsystra verða nefnilega á þriðjudagskvöldið - þeir verða bráðskemmtilegir og vonandi vel sóttir. Eftir tónleikana höldum við svo upp á tíu ára afmæli kórsins á Borginni.
Ég hvet alla sem lesa þetta að mæta í Fríkirkjuna í Reykjavík á þriðjudagskvöldið. Eitthvað af miðum er eftir og verða seldir við innganginn á kr. 1.500.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?