þriðjudagur, nóvember 06, 2007

 

Almennur fjárfestir

Fyrir helgina fékk ég bréf frá bankanum mínum þar sem segir að hjá honum sé ég flokkuð sem almennur fjárfestir. Með þessu fylgdi eins konar krossapróf sem ég á að fylla út til að staðfesta að flokkunin sé rétt, en það er svo flókið að ég held að ég verði að fara í bankann og fá hjálp við það. Mér finnst bara fyndið að vera komin í tölu fjárfesta. Nú get ég litið stórt á mig og talað um okkur fjárfestana. Nú er bara spurning hvort ég þurfi ekki að kaupa mig inn í einvern group eða kannski investment til að mark verði tekið á mér.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?