miðvikudagur, nóvember 28, 2007

 

Morgunsturtan

...var hreinn unaður. Næstum því tropical rain, ef heyrst hefðu hljóð í engisprettum og garg framandi fugla hefði ég getað ímyndað mér að vera stödd í regnskóginum.
Nú fer að styttast í Kaupmannahafnarferðina en við höfum ekki enn fengið farseðla. Það er víst allt orðið rafrænt nú til dags en fyrst allur hópurinn var bókaður í einu hlýtur sá eða sú sem það gerði að þurfa að prenta út e-miða fyrir okkur allar. Ég er búin að fá miða í óperuna á fimmtudagskvöldið að sjá Don Carlos og svo borðum við allar saman í Tívolí á laugardagskvöldið en annað er ekki fastákveðið hjá mér. Ég var að lesa mér til í gær um þessa uppsetningu á Don Carlos og óperan er víst látin gerast í nútímanum og fjalla um Guantanamo-fangelsið í stað spánska rannsóknarréttarins. Mjög athyglisvert og spennandi. Best að skella sér á netið og skoða þetta betur.
Þá er það ekki meira að sinni.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?