föstudagur, nóvember 30, 2007

 

Nudduð og bjórdrukkin naut með þroskaðan tónlistarsmekk

Lætur nýríka fólkið virkilega alltaf gera sig að fíflum? Hverjum dettur í hug að borga 16.000 krónur fyrir kílóið af nautakjöti? Mér er slétt sama þótt dýrin hafi verið alin á bjór, fengið nudd daglega og hlustað á klassíska tónlist. Ég veit ekki einu sinni hvort ég hefði lyst á bita ef mér væri boðið þetta lostæti - ég bæði frekar um peninginn, takk fyrir.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?