sunnudagur, desember 23, 2007

 

Jólin, jólin alls staðar

Já, nú eru jólin alls staðar á fjórðu hæðinni hér á Tjarnarbóli. Jólatréð í stofu stendur, en það glampar ekki á stjörnuna heldur á Borgarnesengilinn á toppnum. Gamalt og nýtt jólaskraut er komið á sinn stað og eldhúsglugginn hefur ekki verið svona fallegur hjá mér í mörg ár, svo er Glitni fyrir að þakka. Kannski ég setji bara skilti í gluggann: "Þessi eldhúsgluggi er í boði Glitnis." Hangiketið var soðið og fyrsta portion snædd í kvöld og smakkaðist svona líka vel, ég hlakka til að snæða afganginn á jóladag.
Í fyrsta sinn í rúmlega fjörutíu ár borðum við ekki jólamatinn heima. Frumburðurinn og hans ágæta kærasta verða með okkur gömlu hjónin í mat - og hann ekki af verra taginu - hreindýrasteik af læri sem var reyndar úrbeinað hér í eldhúsinu í fyrrakvöld. Á móti koma þau í málsverð til okkar á annan í jólum. Ég hef á tilfinningunni að þetta verði aldeilis ljómandi hugguleg fjölskyldujól.
Kæru vinir sem þetta lesið, ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og megi þið vera umkringd friði og kærleika.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?