mánudagur, janúar 28, 2008

 

Veiðimennska

Í gær sjá ég í sjónvarpinu fjallað um námskeið sem ég væri alveg til í að skella mér á. Austfirðingar eru farnir að halda skotnámskeið fyrir konur og hyggjast fara með þau um landið, m.a. hingað á höfuðborgarsvæðið. Alveg sé ég mig í anda ösla um fjöll og heiðar (í bleikum felubúningi ) og fella hreindýr eða rölta um Hellisheiðina með haglara og veiða jólarjúpurnar. Ég treysti mér nefnilega alveg til að veiða það sem ég borða - og svo væri gaman að geta fært ættingjum og vinum eins og í eina máltíð. Ég er nú samt hrædd um að ekkert verði af þessu, hef varla efni á að kaupa mér haglara, hvað þá heldur hreindýrariffil og svo kostar veiðikortið sitt. En maður má auðvitað láta sig dreyma. Allavega finnst mér heilbrigðara að veiða sér til matar heldur en að fara til Afríku eða Asíu og skjóta ljón og tígrisdýr til að láta stoppa upp og stæra sig af þegar heim er komið.
Annað var það ekki að sinni.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?