mánudagur, febrúar 25, 2008

 

Smáhugleiðing

Þá tókst Íslendingum eina ferðina enn að velja lag í Evróvísjón sem er alveg eins og öll hin og Barbie strákurinn og mamma hans, eins og eitt leikskólabarnið komst svo skemmtilega að orði í einum undanúrslitaþættinum, fara til Serbíu fyrir okkar hönd. Ég veit ekki hvort verra hefði verið að senda laglausu söngkonuna og beru strákana í Hey, hey, hey í gríni, en þau í fullri alvöru og halda að við eigum séns. Og ég veit ekki hvort fer meira í taugarnar á mér, fólk sem er tapsárt eða fólk sem fyllist sigurhroka. En auðvitað kemur mér þetta hreint ekkert við. Annars vorum við, yngri sonurinn og ég, búin að ákveða að fara einu sinni og fylgjast með Evróvísjón, ég man bara ekki alveg hvaða ár höfðum ákveðið. Það er orðið dálítið langt síðan svo kannski verður það næsta vor og þá væri auðvitað ágætt að sigurvegararnir í Serbíu væru úr vestur eða norður Evrópu.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?