þriðjudagur, mars 18, 2008

 

Að hika er sama og tapa

Við Ella erum búnar að tapa stórfé á falli krónunnar af því að við gengum ekki frá septemberferðinni til Sardiníu um leið og við pöntuðum og greiddum inn á íbúðina. En það verður víst að hafa það og nú kemur hún eftir vinnu í dag og við neglum þetta niður. Ég þori bara ekki að fara inn á síðu Ryanair til að gá hvað flugið kostar í pundum - líklega eru öll tilboð löngu á þrotum. Og New York ferðin okkar hjónanna í júní hlýtur að hækka svakalega, ég held að verðið sem ég fékk á hana hafi miðast við gengi í nóvember. En skítt með það - við hljótum að græja þetta, það virðist nóg vinna fram undan á öllum vígstöðvum, og þessi ferðalög verða áreiðanlega peninganna virði.
Hafið það svo gott í dymbilvikunni og njótið páskanna.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?