fimmtudagur, apríl 24, 2008

 

Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn, vinir og vandamenn nær og fjær!
Vonandi verður þetta ekki rigningasumar, en er ekki bara yfirleitt rigning á sumardaginn fyrsta ef það er ekki frost og kuldi? Ég er allavega staðráðin í að þetta verði gott sumar, kannski ekki betra en síðastliðið sumar sem var það besta sem ég man, en allavega jafngott - eða þannig.
Ástæða bloggleysis síðustu þriggja vikna er einfaldlega sú að héðan af Tjarnarbóli er ekkert nýtt að frétta. Bóndinn er í ritgerðasmíð og að lesa undir próf og frúin á fullu í söng - vortónleikarnir okkar verða 14. maí og svo eru samæfingar byrjaðar á Carminu Burana. Ein æfing búin og þetta ævintýri leggst vel í mig en framundan eru svo margar æfingar að ég hef ekki tölu á þeim.
Og fljótlega mun ég setja "gróðurhúsið" upp á svölunum og ilmur af kryddjurtum taka að fylla loftið. Ég er reyndar búin að setja niður skrautblómalauka og haldið þið ekki bara að dalían sé byrjuð að skjóta upp kollinum. Ég get varla beðið eftir að koma þessu öllu út á svalir!
Hafið það svo sem allra best.
Góðar stundir

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?