föstudagur, apríl 04, 2008

 

Mótmælaaðgerðir

Það er ekkert spaug fyrir sjálfstætt starfandi fólk þegar útgjöld við reksturinn hækka upp úr öllu valdi en tekjurnar standa í stað. Þess vegna styð ég flutningabílstjóra heilshugar. Hins vegar dytti mér ekki í hug að mæta á mínum "fjallabíl" í mótmæli jeppaeigenda. Við hjónin ákváðum að kaupa okkur jeppa vitandi vits að hann eyddi meiru en litli eyðslugranni fólksbíllinn sem við áttum fyrir og ef við stæðum ekki undir rekstrinum hefðum við einfaldlega ekki efni á að eiga hann, svo einfalt er það.
En mikið vildi ég að við stelpurnar hefðum efni á að taka einkaþotu þegar við förum til Sardiníu.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?