sunnudagur, apríl 27, 2008

 

Sumarveður

Það er nú meira sumarveðrið hér á Seltjarnarnesi í dag. Eftir sunnudagssundið í morgun og stutta gönguferð á Eiðistorgið eftir hádegið vorum við hjónakornin komin í þvílíkt sumarskap að við drifum í að koma sumarhúsgögnunum út á svalir og þegar því var lokið skelltum við "gróðurhúsinu" upp. Nú er það komið á sinn stað og nýtur sín vel og ég held að blómunum og kryddjurtunum eigi eftir að líða vel þar. Hugsa samt að ég verði að taka kryddjurtabakkana inn yfir nóttina til að byrja með, ég er hrædd um að þær þoli ekki næturkuldann. Að öllu þessu loknu dreif húsbóndinn á heimilinu í því að baka vöfflur, en enda þótt við hefðum ætlað að drekka síðdegiskaffið á svölunum gleymdist það einhvern veginn og vöfflurnar voru bara snæddar í eldhúskróknum. En engu að síður eru svalirnar tilbúnar undir sumarið sem við skulum bara vona að verði gott og sólríkt.
Annað var það ekki að sinni.
Njótið dagsins

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?