fimmtudagur, maí 15, 2008
Blóm í Hljómskálagarði og gömul synd
Í gær sá ég í Fréttablaðinu stutt viðtal við unga leikkonu sem vill hafa huggulegt í kringum sig og gera eitthvað fallegt fyrir kærastann. Þess vegna tínir hún gjarnan blóm til að setja í vasa. Og í fyrradag eða fyrir nokkrum dögum fann hún þessar fallegu páskaliljur í Hljómskálagarðinum og fór með heim og setti í vasa. Ég hélt reyndar að það væri harðbannað að tína blóm í Hljómskálagarðinum, að þau væru sameign sem ætlað væri að gleðja augu allra borgarbúa. Líklega væri ekki mikið eftir ef hver og einn færi út og næði sér í vönd - jafnvel þótt greipar væru látna sópa víðar en í Hljómskálagarði. En þá er komið að játningunni. Ég hef nefnilega einu sinni stolið blómi úr Hljómskálagarðinum.
Þannig var að sumarið eftir landspróf, þ.e. sumarið 1962, sigldi ein bekkjarsystir mín á 2. farrými með Gullfossi til Englands til að verja hluta sumarsins á enskuskóla þar. Við hinar sem eftir sátum ákváðum að kveðja hana fallega og mæta allar niður á höfn, hver með eitt blóm og gefa henni að skilnaði. Málið var að ég var nýbyrjuð í sumarvinnunni (flugeldagerð) og hafði ekki enn fengið útborgað og hafði því hreinlega ekki efni á viðskiptum við blómabúð. Ég greip því til þess ráðs að koma við í Hljómskálagarðinum og þegar ég var viss um að enginn sæi til sleit ég upp eitt blómið þar, ég man nú ekki lengur hvaða tegund það var, en örugglega ekki páskalilja. Og svo mættum við allar á höfnina, kvöddum Hönnu Maju og vinkuðum henni þar sem hún sigldi á móts við ævintýrin sem við vorum vissar um að biðu hennar. Endrum og eins skýtur þessari minningu upp en samviskubitið þaggar hana aftur niður í flýti. En nú hef ég játað á mig glæpinn og þungu fargi er af mér létt - enda fyrningartíminn löngu liðinn!
Ekki fleira að sinni. Góðar stundir.
Þannig var að sumarið eftir landspróf, þ.e. sumarið 1962, sigldi ein bekkjarsystir mín á 2. farrými með Gullfossi til Englands til að verja hluta sumarsins á enskuskóla þar. Við hinar sem eftir sátum ákváðum að kveðja hana fallega og mæta allar niður á höfn, hver með eitt blóm og gefa henni að skilnaði. Málið var að ég var nýbyrjuð í sumarvinnunni (flugeldagerð) og hafði ekki enn fengið útborgað og hafði því hreinlega ekki efni á viðskiptum við blómabúð. Ég greip því til þess ráðs að koma við í Hljómskálagarðinum og þegar ég var viss um að enginn sæi til sleit ég upp eitt blómið þar, ég man nú ekki lengur hvaða tegund það var, en örugglega ekki páskalilja. Og svo mættum við allar á höfnina, kvöddum Hönnu Maju og vinkuðum henni þar sem hún sigldi á móts við ævintýrin sem við vorum vissar um að biðu hennar. Endrum og eins skýtur þessari minningu upp en samviskubitið þaggar hana aftur niður í flýti. En nú hef ég játað á mig glæpinn og þungu fargi er af mér létt - enda fyrningartíminn löngu liðinn!
Ekki fleira að sinni. Góðar stundir.