fimmtudagur, maí 01, 2008

 

Nöldur

Einn er sá sjónvarpsþáttur sem ég get ekki með nokkru móti horft á lengur en sem nemur kannski hálfri mínútu áður en ég finn mig knúna til að forða mér. Þáttur þessi heitir því þjóðlega nafni Geim Tíví, reyndar skrifað upp á ensku Game TV því íslenskan er víst ekki nógu fín. Því miður er það svo að piltungarnir tveir sem sjá um þáttinn kunna tæplega móðurmálið (sbr. "orðrómana") og eru þar að auki varla talandi en láta móðan mása þótt ekkert vit sé í því sem þeir eru að segja. Og það versta er að mestur hluti þeirra sem horfir að staðaldri á þessi ósköp eru unglingar sem einmitt þyrftu að heyra rétt farið með tungumálið. Ég fæ ekki bara aulahroll af að horfa á þetta heldur sprettur beinlínis gæsahúð út um allan kroppinn.
Og hér mætti koma amen eftir efninu.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?