þriðjudagur, júní 03, 2008

 

Sitt lítið af hverju

Flutningurinn á Carmina Burana á sunnudagskvöldið tókst vel á báðum tónleikunum. Ég fékk staðfestingu á því í gærkvöldi því Garðar sagðist vera ánægður með okkur. Hann sagðist ekkert vera hræddur um að við stæðum okkur ekki með glans, hann væri aðeins kvíðnari með Kanana eins og auðvitað er skiljanlegt. Það bætist nýr kór (eða kórar) við nokkrum dögum fyrir flutninginn í Carnegie Hall. En auðvitað var æfing í gærkvöldi og svo verður önnur annað kvöld til að pússa hlutina aðeins betur og eftir það sameiginlega æfði hver kór fyrir sig lögin fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Við úr Domus Vox verðum reyndar bara á sameiginlegri æfingu á morgun en tökum svo okkar lög fyrir á mánudaginn frá fimm til sjö. Og ef við verðum ekki klárar á öllu þá verðum við einfaldlega ekkert frekar klárar á því þegar að tónleikunum kemur. Ég er sem betur fer nokkuð örugg á þessum lögum, það er kannski eitt sem ég þarf að líta aðeins betur á.
En svo að öðru máli.
10. bekkingar í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum eru að setja upp Aurasálina eftir Molieré og við, gömlu hjónin, fórum á frumsýninguna klukkan sex í dag. Það þarf auðvitað ekki að orðlengja það að sumir fóru hreinlega á kostum í aðalhlutverkinu. Honum kippir í kynið blessuðum.
Bestu þakkir fyrir frábæra skemmtun Waldorfskólanemar.
Annað var það ekki í bili.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?