föstudagur, júlí 04, 2008
Sumar og sól
Það er hreint ekki einleikið hvernig veðrið leikur við okkur hjónakornin. Merkilegt nokk fengum við sól upp á hvern einasta dag á Héraði, það var reyndar loftkuldi og mikill snjór enn í fjöllum en við gátum ekki búist við betra veðri. Og við þurftum auðvitað að byrja á að koma húsinu í lag enda fyrstu dvalargestirnir eftir veturinn. Það tókst á endanum eftir að ég hafði hringt í einn frændann til að spyrja um vatnsinntakið í húsið og fengið þær upplýsingar að það væri í norðausturhorninu! Það er sem sagt hornið sem snýr að kirkjunni. Og þegar vatnið var komið á kom svo flóð, leiðsla var í sundur á bak við sturtuklefann, en á mánudaginn þegar búið var að fjárfesta í stjörnuskrúfjárni kom eiginmaðurinn því í lag svo hægt var að komast í sturtu. Reyndar fórum við mjög oft í sundlaugina á Egilsstöðum. Svo kom auðvitað múgur og margmenni og þegar mest var voru 11 manns í heimili og mikið talað og þrasað og hlegið svo mikið að það endist næstu vikurnar. Og ég hef fengið á hreint að staðurinn heitir Hjaltastaður. Það ku vera málvenja að þar sem er kirkja þar er "staður", þar sem ekki er kirkja eru "staðir". Sem sagt, við vorum á Hjaltastað, ekki Hjaltastöðum.
Og nú er spáð rjómablíðu um allt land yfir helgina og þá er einmitt sumargleði Rauðholtskynsins í Fannahlíð. Ég veit ekki alveg hverjir mæta, vonandi bara sem flestir. Gúllassúpan sem ég býð upp á í hádeginu á sunnudaginn er tekin að malla frammi í eldhúsi.
En þegar þessari helgi er lokið verður ekki frekara rall á mér, það veitir ekki af að vinna eins og berserkur fram í september þegar ég fer til Sardiníu. Við Ella vinkona erum sem sagt búnar að bóka okkur til London 10. sept. og heim 23. sept. Þann 13. - 21. verðum við svo með Vallý á Sardiníu. Það verður ekki leiðinlegt.
En að dapurlegri hlutum: Mér finnst ótrúleg skömm að því að Paul Ramses skyldi vera vísað úr landi án þess að fjallað væri um mál hans. Verði hann sendur aftur til Kenía er það sama og dauðadómur og þá hafa Íslendingar enn eitt mannslífið á samviskunni. Ef eitthvað er hefur ástandið versnað frá því að ég var þar 1991 og var það þó slæmt þá. Síðasta sólarhringinn þurftum við vinkonurnar tvær sem eftir voru að halda okkur inni á hótelinu þar sem búist var við að óeirðir brytust út á hverri stundu. Það gerðist þó ekki fyrr en við vorum komnar heim til Íslands. Ári seinna var BPW konan Beth Mugo, sem við kynntumst í Kenía, fangelsuð fyrir það eitt að bjóða sig fram í frjálsum kosningum gegn þáverandi forseta. Hún var reyndar látin laus eftir fáeina daga þar sem mótmælum rigndi yfir stjórnvöld, m.a. frá undirritaðri.
Þá er það ekki fleira. Góðar stundir.
Og nú er spáð rjómablíðu um allt land yfir helgina og þá er einmitt sumargleði Rauðholtskynsins í Fannahlíð. Ég veit ekki alveg hverjir mæta, vonandi bara sem flestir. Gúllassúpan sem ég býð upp á í hádeginu á sunnudaginn er tekin að malla frammi í eldhúsi.
En þegar þessari helgi er lokið verður ekki frekara rall á mér, það veitir ekki af að vinna eins og berserkur fram í september þegar ég fer til Sardiníu. Við Ella vinkona erum sem sagt búnar að bóka okkur til London 10. sept. og heim 23. sept. Þann 13. - 21. verðum við svo með Vallý á Sardiníu. Það verður ekki leiðinlegt.
En að dapurlegri hlutum: Mér finnst ótrúleg skömm að því að Paul Ramses skyldi vera vísað úr landi án þess að fjallað væri um mál hans. Verði hann sendur aftur til Kenía er það sama og dauðadómur og þá hafa Íslendingar enn eitt mannslífið á samviskunni. Ef eitthvað er hefur ástandið versnað frá því að ég var þar 1991 og var það þó slæmt þá. Síðasta sólarhringinn þurftum við vinkonurnar tvær sem eftir voru að halda okkur inni á hótelinu þar sem búist var við að óeirðir brytust út á hverri stundu. Það gerðist þó ekki fyrr en við vorum komnar heim til Íslands. Ári seinna var BPW konan Beth Mugo, sem við kynntumst í Kenía, fangelsuð fyrir það eitt að bjóða sig fram í frjálsum kosningum gegn þáverandi forseta. Hún var reyndar látin laus eftir fáeina daga þar sem mótmælum rigndi yfir stjórnvöld, m.a. frá undirritaðri.
Þá er það ekki fleira. Góðar stundir.