sunnudagur, ágúst 24, 2008

 

Allt mér að kenna!!!

Ég verð víst að bera ábyrgðina á tapinu gegn Frökkum, það er nefnilega segin saga að þegar ég horfi á útsendingu tapa blessaðir drengirnir. Ég hafði ekki horft á einn einasa leik fram að þessu - nema hluta af leiknum gegn Spánverjum í seinkaðri útsendingu þegar leiknum var lokið og sigurinn í höfn. Í morgun lagði ég á mig að vakna klukkan hálfátta og horfa og hvað gerðist? Ég hefði betur hallað mér á hitt eyrað og sofið áfram.
En strákarnir eru auðvitað engu að síður þjóðhetjur - gott hjá Guðmundi þegar hann segir að þeir hafi ekki verið að tapa gulli, þeir hafi verið að vinna silfur. Áfram Ísland!

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?