fimmtudagur, ágúst 14, 2008

 

Á Seltjarnarnesi

Mikið lifandis ósköp er ég fegin að búa ekki í Reykjavík. Hér á Seltjarnarnesi hefur Sjálfstæðisflokkurinn nefnilega ríkt undanfarna áratugi - ég man ekki hversu lengi, en þegar Sigurgeir lét af embætti bæjarstjóra hafði hann verið við völd lengur en Kastró. Og einhvern tíma var verið að ræða það í heita pottinum að nú væri Sigurgeir að fara að hætta. "Ég kýs hann nú samt," sagði þá einn karlinn. Og þó svo að ég hafi ekki kosið Sjálfstæðisflokkinn og muni aldrei gera má allavega treysta því að hér verður ekki skipt margoft um bæjarstjórn á kjörtímabilinu!

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?