mánudagur, september 29, 2008

 

Heppin sú gamla

Lánið eltir mig svo sannarlega á röndum. Hugsið ykkur hvað ég hefði tapað miklu ef ég ætti hlutabréf í Glitni, en þau á ég blessunarlega ekki. Hins vegar standa skuldirnar mínar við bankann í stað og hækka bara samkvæmt verðtryggingu. Svona leikur lánið alltaf við mig.
Hins vegar skilst mér að Seðlabankinn hefði getað veitt Glitni svokallað neyðarlán til að bjarga málunum fyrir horn. Getur verið að Davíð Oddsson sé loksins að ná sér niðri á Jóni Ásgeir með því að láta Geir H. Haarde þjóðnýta bankann hans? Hvers vegna var ekki veitt neyðarlán í þessu tilfelli? Ég bara spyr, enda veit ég ekkert um fjármálaheiminn eða fjármál yfirleitt, kalla mig góða að geta haldið mínum eigin nokkurn veginn í réttu horfi.
Annað var það ekki. Gætið ykkar á myrkrinu.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?