miðvikudagur, september 10, 2008
Sæl að sinni
Innan skamms legg ég af stað í rigninguna í London og nokkrum dögum síðar í sólina á Sardiníu. Það versta þegar maður er að fara á tvo áfangastaði er að þurfa að pakka fyrir þá báða, en í þessu tilfelli fáum við að geyma hjá Ann það sem við þurfum ekki á að halda á Sardiníu. Það var eiginlega ekki fyrr en í sundinu í morgun sem það rann upp fyrir mér að það væri komið að þessu. Já, við hjónakornin fórum sem sagt í sund í morgun, enda verður líklega hálfur mánuður fram að næstu sundferð hjá mér.
Annað var það ekki í bili. Ferðafréttir þegar ég kem aftur heim.
Góðar stundir og njótið haustsins.
Annað var það ekki í bili. Ferðafréttir þegar ég kem aftur heim.
Góðar stundir og njótið haustsins.