mánudagur, október 06, 2008

 

Andlát kapítalismans

Fyrir rétt tæpum tveimur áratugum dó kommúnisminn með falli Berlínarmúrsins. Nú er kapítalisminn og frjálshyggjan í andarslitrunum eftir fall hagkerfisins og ég er öskureið yfir að þurfa að borga útförina. Spurning hvaða ismi taki við, populismi kannski. Það verður varla verra. Þjóðnýtum bara allt heila klabbið og stöðvum græðgina! Annað mál er að mér finnst að peningastrákarnir og pólitíkusarnir ættu að skeina sig sjálfir þegar þeir hafa gert svona illilega í buxurnar!

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?